Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum 2014-2015

 

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun kenna svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum 2014-2015 í samstarfi við Leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópavogi.

 

Námið er í fjarnám og staðnám í helgarlotum og verður kennt á þremur önnum. 
Áætlað er að kennsla hefjist í janúar 2014 og ljúki í apríl 2015. Gert er ráð fyrir 5-6 staðlotum um helgar á tímabilinu víðsvegar um Vestfirði auk prófalotu í lokin.

 

Fjarnámshlutinn verður í boði í fjarfundi á starfssvæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Fyrirlestrar verða á ákveðnum tíma samkvæmt stundaskrá en auk þess verða upptökur aðgengilegar á námsvef.

 

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að fylgja ferðamönnum um Vestfirði. Leiðsögunám miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám veitir nemendum sérmenntun á sviði leiðsagnar um Vestfirði.

 

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir skulu hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám, ásamt því að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli og íslensku.

 

Umsóknir fyrir svæðisleiðsögunám þurfa að berast Fræðslumiðstöð fyrir 20. nóvember 2013.

 

 

Vakin er sérstök athygli á því að þeir sem áður hafa lokið hluta af Svæðisleiðsögunámi geta setið staka áfanga og lokið náminu. Starfandi leiðsögumönnum sem hafa hug á endurmenntun býðst einnig að sitja staka áfanga.

 

Kennarar: Ýmsir

Umsjónarmaður: Sólveig Bessa Magnúsdóttir

Tími: janúar 2014 - apríl 2015.

Fjöldi eininga: 22.

Fjöldi kennslustunda: 264.

Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða – fjarnám og helgarlotur.

Verð: kr. 90.000.- kr á önn

 

Nánari upplýsingar í síma 456-5025 og http://www.frmst.is

Námskeið 1. og 8. nóvember // Við erum hér fyrir þig

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum að taka þátt í stuttu og hnitmiðuðu námskeiði Í þjónustu og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Kennt verður næstu tvo föstudaga, eða þann 1. og 8. nóvember frá kl 9-12.

Námskeiðið er kennt þar sem Fræðslumiðstöð hefur fjarfundabúnað en það er á Ísafirði, Hólmavík, Patreksfirði og Bíldudal. Einnig er búnaður á Tálknafirði og Reykhólum sem mögulega fæst aðgangur að.

Við erum hér fyrir þig er 10 kennslustunda þjónustunám og er ætluð starfsfólki í þjónustustörfum af ýmsum toga. 

Markmið námskeiðins Við erum hér fyrir þig eru: 

-Að svara kalli atvinnulífsins um stutt, hnitmiðað þjónustunámskeið fyrir starfsfólk sem á í samskiptum við innri og ytri viðskiptavini. 

-Að efla almenna, faglega og persónulega færni þátttakenda til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni innan þjónustufyrirtækja. 

-Að auka færni þátttakenda í þjónustustörfum svo sem þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu. 

-Að gera þátttakendur betur í stakk búna til að takast á við aðstæður sem geta komið upp, svo sem erfiða viðskiptavini. 

-Að kynna þátttakendum helstu staðreyndir og upplýsingaveitur um sitt nærumhverfi. 

 Kennari er Ingibjörg Ingadóttir

 

Námsskráin skiptist í eftirtalda þætti:

Námsþættir

Kest

Þjónusta

5

Erfiðir einstaklingar

2

Hreinlæti og klæðaburður

1

Nærumhverfi

1

Vinnustaðurinn

1

Alls

10

 

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025.

 

 

 

 

Skýrsla formanns á aðalfundi FMSV í Árnesi í Trékyllisvík. 20. apríl 2013.

Sigurður Atlason, fráfarandi formaður samtakanna
Sigurður Atlason, fráfarandi formaður samtakanna

Hér erum við mætt aftur, enn á ný, á aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða og að þessu sinni í Árneshreppi. Ég nefndi það á samkomunni hjá okkur í gærkvöldi þar sem við kynntumst ferðaþjónustunni í Árneshreppi að ég væri sérlega ánægður með að samtökin hafi loksins aðalfund á Ströndum fyrir utan Stór-Hólmavíkursvæðisins, ef ég má orða það sem svo. En mér finnst afar mikilvægt að fundir sem þessi séu haldnir um alla útkjálka Vestfjarða.


Meira

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða


Eftir aðalfund FMSV í Árnesi í Trékyllisvík þann 20. apríl 2013 eru eftirtaldir einstaklingar í stjórn.


Ásgerður Þorleifsdóttir, formaður
asa@borea.is

Elfar Logi Hannesson. Ísafirði

komedia@komedia.is

Ester Rut Unnsteinsdótir, Súðavík

melrakki@melrakki.is

Harpa Eiríksdóttir, Reykhólasveit
info@reykholar.is

Jón Þórðason, Bíldudal
jon@bildudalur.is
Nancy Bechtloff, Ísafirði

nancy@vesturferdir.is

Valgeir Benediktsson, Trékyllisvík
arnesey@gmail.com

Ítrekun: Skráning í mat rennur út í kvöld

Þar sem það er erfitt að kyngja því að það verði jafn bágborin þátttaka á aðalfund Ferðamálasamtakanna og það lítur út fyrir miðað við skráningu í mat, þá ítrekum við að frestur til að tilkynna skráningu í mat fyrir aðalfundarhelgi Ferðamálasamtakanna rennur út í kvöld. Þetta þarf að gera tímanlega vegna þess að það er ekki hlaupið að því að gera mikil innkaup fyrir skipuleggjendur eldhússins.

Í mötuneytinu verður boðið upp á:
Kvöldverð á föstudagskvöld – kr. 2.500
Morgunverð laugardag og sunnudag  – kr. 1.200 pr. stk.
Hátíðarkvöldverð á laugardagskvöld – kr. 5.500

Skráning á netfangið vestfirdir@gmail.com eða í síma 897 6525.