Hvað gerir Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða?

Hvað gerir Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða? Nafn félagsins er víðfeðmt og draga allflestir þá ályktum að ATVEST sé eingöngu í því hlutverki að þróa ný störf. Svo er ekki, því almenn öflun og miðlun fagþekkingar til viðskiptavina fyrirtækisins er mikilvægur liður í starfinu. Atvinnusköpun er vissulega óbein afleiðing af því sem við gerum en er ekki eini mælikvarðinn fyrir það þróunarstarf sem er daglega í gangi hjá félaginu. ATVEST tekur þátt í atvinnusköpun frumkvöðla og fyrirtækja á frumstigum og oftast á sviði rannsóknar, upplýsingaröflunar eða faglegra úrlausna viðskiptatengdra vandamála. Árangurinn af því er ánægður viðskiptavinur og árangur ánægðs viðskiptavinar er framlag í hagkerfið með atvinnu- eða verðmætasköpun. Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að lokanir fyrirtækja eða efnahagskreppa er vandamál sem félagið getur ekki brugðist við með skjótum og beinum hætti. Dæmi um starfsemi félagsins eru eftirfarandi.
Meira

Samskiptavefur Ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum

Þú ert kominn á www.vestfirskferdamal.is, sem er samskiptavefur ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum.

 

Á þessum vef, sem er í eigu Ferðamálasamtaka Vestfjarða, er að finna upplýsingar um aðildarfélaga, gagnlegar ábendingar og tilkynningar um málefni ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Þessi vefur er ekki hugsaður sem kynningarvefur um ferðamöguleika á Vestfjörðum og er áhugasömum bent á www.westfjords.is í þeim tilgangi.

 

Sérstaklega er bent á póstlistann hér til vinstri á síðunni, en með skráningu á hann færð þú sent á netfangið þitt mikilvægar tilkynningar um málefni ferðaþjónustunnar, kynningar á námskeiðum, ráðstefnum o.þ.h. Skráning er ókeypis og einfallt af afskrá sig ef þess þarf.