Hætt við uppskeruhátíðina

Vegna ónægrar þáttöku hefur verið hætt við uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar sem til stóð að halda í Bolungarvík á morgun, laugardaginn 29. september.. Vonandi tekst að koma henni á aftur að ári.

Ég vil fyrir hönd FMSV þakka Bolvíkingum og þá sérstaklega Hauki Vagnssyni fyrir alla vinnuna sem ferðaþjónustan þar hefur lagt á sig til að koma henni á. En því miður þá gekk það ekki vegna ónægrar þátttöku ferðaþjónustunnar eins og fram hefur komið.

Vinsamlega látið fréttina ganga til sem flestra.

Með góðri kveðju,

Sigurður Atlason
formaður FMSV

Uppskeruhátið FMSV í Bolungarvík

Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund
Ferðaþjónustuaðilar á góðri stund

Um næstu helgi, laugardaginn 29. september ætlar ferðaþjónustan á Vestfjörðum að gera sér glaðan dag og halda uppskeruhátíð á veitingastaðnum vaXon.is í Bolungarvík. Það eru allir sem starfa í ferðaþjónustu eða hafa áhuga á greininni velkomnir að taka þátt í húllumhæinu. Ferðaþjónustufyrirtæki eru hvött til að bjóða starfsfólki sínu með á hátíðina, því eins og við öll vitum þá er fátt mikilvægara en að fólk sem starfar í greininni þekki til hvors annars á því víðfeðmna svæði sem Vestfirðir eru. Uppskeruhátíðin mun fara fram í Bolungarvík að þessu sinni og ljúka með mikilli veislu eins og áður sagði á veitingastaðnum vaXon.is um kvöldið þar sem einnig er gert ráð fyrir að fólk gisti. Skráning fer fram hjá Hauki Vagnssyni á vaXon.is  á netfanginu haukur@vaxon.is  eða í síma 862-2221.

 

Hvatningarverðlaun 2012

Í tengslum við uppskeruhátíðina hefur verið ákveðið að veita árlega sérstök hvatningarverðlaun til einstaklings eða fyrirtækis í greininni sem starfar í fjórðungnum og álitið að skarað hafi fram úr á árinu 2012 varðandi nýsköpun, þjónustu eða umhverfisstefnu. Óskað verður eftir tilnefningum frá greininni sjálfri. Í tilnefningunni þarf að koma fram nafn sendanda, hver er tilnefndur og litlum rökstuðningi sem þarf að fylla minnst tvær til þrjár setningar. Tilnefningarnar skal senda á netfang Ferðamálasamtaka Vestfjarða, vestfirdir@gmail.com merkt "Tilnefning".

Dagskráin er eftirfarandi:

13:45 Gestir í skoðunarferð mæti á veitingastaðinn vaXon.is, Aðalstræti 9, Bolungarvík. Farið verður um Bolungarvík og nágrenni auk þess sem ferðaþjónustufyrirtæki og þjónustufyrirtæki verða heimsótt

Skoðunarferð hefst kl. 14:00

14:00 Gengið frá vaXon.is yfir í Félgasheimili Bolungarvíkur, þar mun Dóri Kokkur (Halldór Valsson) taka á móti okkur og sýna húsið

14:20 Gengið frá Félagsheimili Bolungarvíkur yfir í Náttúrugripasafn þar sem starfsmenn kynna safnið

14:40 Gengið frá Náttúrugripasafni yfir í Drymlu handverkshús þar sem starfsemi og verslun er kynnt

14:55 Gengið frá Drymlu yfir að Völuspár skiltum en þar mun Jónas Guðmundsson segja okkur frá skiltunum

15:10 Gengið niður að höfn og fiskmarkaði

15:25 Gengið að Einarshúsi, Ragna Magnúsdóttir segir sögu hússins og bíður upp á kaffi og með því

15:55 Gengið að vaXon.is þar sem Haukur Vagnsson kynnir ferðaþjónustu vaXon, sýnir nýuppgerðan farþegabát, sjóstangveiðibáta og nýstandsetta gistiálmu

16:10 Farið með rútu frá vaXon.is upp að íbúðagistingu Mánafells þar sem aðstaða er skoðuð

16:20 Gengið yfir að Systrablokkinni þar sem aðstaða er skoðuð

16:30 Ekið upp að snjóflóðavarnargarði, bæjarstjórinn Elías Jónatansson bíður gesti velkomna

16:45 Ekið að Sundlaug Bolungarvíkur þar sem Gunnar Hallsson tekur á móti gestum

17:00 Ekið frá sundlaug og framhjá gólvellinum að Ósvör, þar tekur Jóhann Hannibalsson á móti gestum í skynnklæðum og bíður uppá hákarl og brennivín

17:45 Keyrt hring um bæinn undir leiðsögn Finnboga Bernódussonar þar sem sagðar verða nokkrar skemmtisögur

18:10 Komið að vaXon.is þar sem skoðunarferð líkur

 

20:00 Kvöldverður og uppskeruhátíð ferðaþjónustu Vestfjarða hefst á veitingastaðnum vaXon.is

Tilkynnt um hvatningarverðlaun FMSV 2012

Spurningakeppni ferðaþjónustunnar 2012 undir handleiðslu Hauks Vagnssonar

23:00-03:00 lifandi tónlist á vaXon.is, sungið, dansað og talað saman

 

Fordrykkur og vín með matnum er í boði Vífilfells.

 

Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr. 6.900 á mann.

Tilboð á gistingu á vaXon.is:

Gisting í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.isvaXon.is ætlar að bjóða gistingu í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.is vaXon.is ætlar að bjóða gistingu í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.is vaXon.is ætlar að bjóða gistingu í nýstandsettum 2ja og 3ja manna herbergjum með sér WC/baði. Tilboðsverð á 2ja manna herbergi er 10.000, og þriggja manna herbergi kr. 15.000. Tekið er við pöntunum í matinn og gistingu hjá Hauki Vagnssyni í síma 862-2221 eða með E-mail á haukur@vaxon.is

 

Skráningu skal lokið FYRIR fimmtudaginn 27. september. Skráning fer fram hjá Hauki Vagnssyni á netfanginu haukur@vaxon.is eða í síma 862 2221.

Svo nú er bara að bretta upp ermar og skrá sig og sitt starfsfólk.

 

Gleðilega uppskeruhátíð!

Minnum á göngukort Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Vestfirðir eru gönguparadís. Það vitum við öll. Göngukort Ferðamálasamtaka sem taka yfir alla Vestfirði eru nákvæmlega það sem flestir leita að. Eru þau til sölu hjá þér?

Kortin eru sjö talsins og ná yfir alla huta Vestfjarða og Dala.
Kort nr. 1. Hornstrandir
Kort nr. 2. Norðursvæðið - Ísafjarðardjúp suður í Dýrafjörð.
Kort nr. 3. Strandir norðan Hólmavíkur
Kort nr. 4. Suðurfirðirnir, frá Arnarfirði að Látrabjargi og Vatnsfirði
Kort nr. 5. Vatnsfjörður að Þorskafirði
Kort nr. 6. Reykhólasveit og Strandir sunnan Hólmavíkur
Kort nr. 7. Dalasýsla og Hrútafjörður.

Það gerist ekki betra.
Kortin kosta aðeins 600 krónur, algengt útsöluverð er 1000 til 1500 krónur. Sendið pantanir á vestfirdir@gmail.com.
Hvetjum ferðamenn til útiveru á Vestfjörðum!

Með sumarkveðju,

Sigurður Atlason
formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Göngukort Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Eins og flestum ferðaþjónustuaðilum og öðrum a sem selja vörur tengdri ferðamennsku á Vestfjörðum þá hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða á lager hjá sér göngukort sem ná yfir alla Vestfirði og Dali. Kortin eru sjö talsins og er hægt að panta til endursölu í gegnum netfangið vestfirdir@gmail.com og í gegnum sölusíðu samtakanna sem hægt er að komast inná í gegnum forsíðu samtakanna, www.vestfirskferdamal.is.

Hvert kort kostar 600 krónur frá FMSV og algengt útsöluverð er kr. 1200 - 1500 krónur.

Útbúinn verður greiðsluseðill í banka sem verður með tveggja mánaða greiðslufresti og sendur með göngukortunum til endursöluaðila jafnóðum og pantanir berast.

Með kveðju,
Sigurður Atlason, formaður
www.vestfirskferdamal.is

Skýrsla formanns á aðalfundi FMSV á Hótel Bjarkarlundi 14. apríl 2012

Sigurður Atlason, formaður FMSV
Sigurður Atlason, formaður FMSV

Fundarstjóri, kæru vinir og félagar

Ég vil bjóða ykkur velkomin á enn einn aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem munu eftir þennan fund hefja sitt 28. starfsár. Það hefur margt vatn runnið til sjávar á þeim tíma og umhverfi ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum tekið miklum stakkaskiptum.

Ég man sjálfur svo vel eftir því sumarið 1984 hvað manni þótti spennandi að sjá útlendinga með bakpoka ganga um stræti Hólmavíkur. Það var oftast um að ræða puttalinga og svo birtist einn og einn bílaleigubíll, forverar Yaris fólksins svokallað sem við þekkjum svo vel í dag. Þjónusta fyrir ferðamenn var ekki mikil, þó gekk rúta þangað á Strandir tvisvar eða þrisvar í viku og gott ef ekki alla leið norður í Árneshrepp í einni ferðinni, en það er nú aflagt þrátt fyrir stóraukinn ferðamannastraum og er nú önnur saga sem ég kann ekki skil á.


Meira