Aðalfundarboð 2012 þann 14. apríl

Hótel Bjarkarlundur. Ljósm.: www.bjarkalundir.is
Hótel Bjarkarlundur. Ljósm.: www.bjarkalundir.is

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit laugardaginn 14. apríl n.k. kl. 09:00.

Að venju verður mæting um kvöldmatarleytið á föstudagskvöldið og lítil dagskrá um ferðamál um kvöldið. Núverandi formaður mun ekki gefa áfram kost á sér til stjórnarsetu og því er ljóst að nýr formaður FMSV mun taka við á aðalfundinum. Kosið verður um fjóra stjórnarmenn til viðbótar á fundinum.

Nánari dagskrárupplýsingar verða sendar síðar en ferðaþjónustuaðilum er bent á að taka helgina frá.

Stjórn samtakanna skal kosin árlega á aðalfundi, sem halda skal fyrri hluta árs þannig að árlega eru kosnir þrír menn til tveggja ára , en í stjórn sitja sex menn auk formanns, sem kjósa skal sérstaklega á hverjum aðalfundi til árs í senn. Leitast skal við að kjósa fulltrúa sem flestra svæða í stjórn. Kjósa skal tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

Lög FMSV
http://www.vestfirskferdamal.is/fsamtokin/

Greiðsluseðlar vegna árgjalda verða sendir út þriðjudaginn 3. apríl eða miðvikudaginn 4. apríl. Þeir sem greiða árgjald fyrir aðalfund teljast fullgildir félagar og öðlast atkvæðisrétt.

Með góðri kveðju,

Fyrir hönd stjórnar FMSV

Sigurður Atlason
formaður