Aðalfundur 2014

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2014 verður haldinn á Hótel Ísafirði föstudaginn 10. október n.k. kl 17.00

 

Síðastliðið vor var tekin sú ákvörðun að fresta fundi fram að hausti og vinna að veglegri dagskrá í tengslum við aðalfundinn. Ítarleg dagskrá verður send á næstu dögum en hér má sjá dagskána í grófum dráttum.

 

 Föstudagurinn 10. október

Kl 13.00 Námskeið í markaðssetningu í ferðaþjónustu á samfélagsmiðlum

Kl 17.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða

 

Laugardagur 11.október

Kl 11.00 -14.00  Málþing. Gæði og innviðir ferðaþjónustunnar.

Kl 15.00-18.00 Heimsóknir í fyrirtæki á svæðinu.

Kl 20.00 Uppskeruhátíð með glensi og gaman. Hvatningaverðlaun veitt.

 

Á sunnudeginum verður svo haldinn aðalfundur Vesturferða.


Ferðaþjónustuaðilar um allan fjórðunginn eru hvattir til að kynna sér starfsemi samtakana og hvetur stjórnin alla þá sem áhuga hafa á starfi FMSV og vilja hafa áhrif á þróun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Í ár verður kosið um fjóra nýja stjórnarmenn til tveggja ára auk formanns sem kosinn er til eins árs í senn.

 

Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út á næstu dögum. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að sækja um aðild hér á heimasíðu FMSV með því að smella hér.

 

Fyrir hönd stjórnar Ferðamálasamtaka Vestfjarða,

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Formaður