Aðalfundur FMSV verður í Október

Kæru félagsmenn.

 

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða hefur verið haldinn að vori hverju undanfarin ár og væntanlega frá upphafi samtakana.

Skýringin á þessari tímasetningu er sú að áður fyrr var vorið dauður tími í ferðaþjónustu og helgar þóttu heppilegri en aðrir dagar til fundarhalda. 

Með auknum ferðamannastraumi hefur ferðatímabilið okkar sem betur fer lengst en það reynist erfiðara og erfiðara að finna tíma sem hentar til fundarhalda.

 

Núverandi stjórn hefur nú tekið ákvörðun um það að fresta aðalfundi fram í október n.k og verði á sama tíma haldið málþing og vegleg uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar.  Þar er fyrirhugað að ferðaþjónar hittist og fari yfir árangur sumarsins, geri sér glaðan dag og efli tengsl og samvinnu. 


Ferðaþjónustuaðilar um allan fjórðunginn eru hvattir til að kynna sér starfsemi samtakana og hvetur stjórnin alla þá sem áhuga hafa á starfi FMSV og vilja hafa áhrif á þróun ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum að bjóða sig fram til stjórnarstarfa. Í ár verður kosið um fjóra nýja stjórnarmenn ásamt formanni.

 


 
Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum verða sendir út á næstu dögum. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt. Hægt er að sækja um aðild hér á heimasíðu FMSV með því að smella hér.

 

Fyrir hönd stjórnar Ferðamálasamtaka Vestfjarða,

 

Ásgerður Þorleifsdóttir

Formaður