Aðalfundur Ferðamálasamtaka Íslands á Höfn

Frá fundinum. Mynd: Jón Páll Hreinsson
Frá fundinum. Mynd: Jón Páll Hreinsson

Sævar Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða og Jón Páll Hreinsson, forstöðumaður Markaðsstofa Vestfjarða tóku þátt í aðalfund Ferðamálasamtaka Ísland á Höfn í Hornafirði 21.nóvember sl.

 

Aðalfundur samtakanna er jafnan vettvangur fjörugra skoðanaskipta og var engin undantekning þetta árið, enda hefur aðalfundur sjaldan eða aldrei verið haldin undir viðlíka kringumstæður í þjóðfélaginu. Á fundinum var formaður samtakanna, Pétur Rafnsson, endurkjörin einróma með lófataki.

Á fundinum voru málefni ferðaþjónustunnar rædd og var ályktun, uppruninn var frá Kristjáni Pálssyni, formanni Ferðamálasamtaka Suðurnesja rædd sérstaklega, enda var þar að ræða umfangsmiklar og rótækar tillögur.

Fjölmörgum tillögum var vísað til stjórnar til afgreiðslu og ljóst að henni bíður mikilvægt starf næstu misseri að skilgreina þær tillögur sem fram komu.

Sérstaka athygli vakti tillaga sem samþykkt var af þinginu varðandi starfsemi Markaðsstofa á Landsbyggðinni, en þingið ályktaði um að Markaðsstofur ættu sannarlega að vera sjö talsins og hvatti ráðherra til að veita til þeirra fé svo rekstur þeirra væri tryggður til framtíðar.