Ályktun aðalfundar 2010 vegna samgöngumála

Frá aðalfundi FMSV þann 17. apríl
Frá aðalfundi FMSV þann 17. apríl
Á fjölmennum aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Hótel Núpi þann 17. apríl 2010 var eftirfarandi ályktun lögð fram og samþykkt samhljóða.

„Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða skorar á stjórnvöld að skera ekki niður framlög til samgöngumála í fjórðungnum. Bættar samgöngur eru forsenda uppbyggingar í ferðaþjónustu á Vestfjörðum.“


Frá því aðalfundurinn var haldinn hefur verið tekin ákvörðun um að fella Dýrafjarðargöng úr samgönguáætlun. Ferðamálasamtök Vestfjarða hljóta að mótmæla því harðlega og krefjast þess að íbúar á Vestfjarðakjálkanum sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að ákvörðunum um vegamál. Með þessari ákvörðun er verið að skerða verulega samkeppnishæfni vestfirskra fyrirtækja til lengri tíma. Vegabætur í fjórðungnum hafa verið langt á eftir öðrum landshlutum í áratugi. Sú ákvörðun Alþingis að fella Dýrafjarðargöng út úr samgönguáætlun lýsir fyrst og fremst fullkomnu skilningsleysi gagnvart íbúum fjórðungsins og setur stefnumótunarvinnu ferðaþjónustunnar í uppnám.