AtVest gefur út skýrslu um þróun ferðamanna á Vestfjörðum

Atvest hefur tekið saman skýrslu um stöðu ferðamála á Vestfjörðum. Skýrslan er  unnin upp úr tölum frá Hagstofu Ísland og gefur skýra mynd af þróuninni undanfarin ár. Í skýrslunni er farið yfir þróunina á landinu öllu, Vestfirðir skoðaðir í heildina
og bornir saman við þróunina á landsvísu og svo er hvert svæði fyrir sig á Vestfjörðum skoðað ítarlega.


Í skýrslunni kemur m.a í ljós að meðal aukning ferðamanna á Vestfjörðum hefur verið um 8% á ári undanfarin 5 ár en á milli áranna 2006 og 2007 var 13,7% aukning.  Mesta aukningin er á erlendum ferðamönnum og er bilið milli innlendra og erlendra ferðamanna stöðugt að minnka og ef tekið er mið af þróuninni  undanfarin ár þá verða erlendir ferðamenn á Vestfjörðum orðnir í meirihluta árið 2010. Þá kemur einnig fram að á milli áranna 2006 og 2007 voru það einungis 3 landsvæði sem juku markaðhlutdeild sína í gistinóttum en það voru Höfuðborgarsvæðið, Vesturland og Vestfirðir.  Þrátt fyrir þessa aukningu var markaðshlutdeild Vestfjarða einungis 3%.


skýrsluna er hægt að lesa hér.

Hafi fólk áhuga á að fá nánari upplýsingar um innihald skýrslunnar er hægt að nálgast hana hjá Atvest í síma 450 3053 eða á netfangið asgerdur@atvest.is.