Auglýst eftir nýjum forstöðumanni Markaðsstofu Vestfjarða

Markaðsstofa Vestfjarða hefur auglýst laust til umsóknar starf forstöðumanns Markaðsstofunnar. Jón Páll Hreinsson hefur gegnt stöðunni undanfarin ár en hefur ákveðið að hefja störf á nýjum vettvangi. Stjórn Markaðsstofu Vestfjarða fékk Talent Ráðningar til að halda utan um auglýsinga- og ráðningarferlið. Umsækjendur skulu sækja um starfið á heimasíðu Talent Ráðningar á slóðinni www.talent.is. Umsóknarfrestur er til 30. maí.