Dagskrá í tengslum við aðalfund 2014

Góðan dag.

 

Eins og áður hefur verið auglýst verður aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn föstudaginn 10. október nk.  Nú ættu allir að vera búnir að fá bréf og greiðsluseðil frá Ferðamálasamtökunum vegna árgjalda. 

Allir geta verið þátttakendur í Ferðamálasamtökum Vestfjarða og er hægt að senda tölvupóst á netfangið vestfirdir@gmail.com til að skrá sig, eða fylla út eyðublað á vef Ferðamálasamtakanna; www.vestfirskferdamal.is.

 

Við viljum vekja sérstaka athygli á málþingi sem haldið verður í tengslum við aðalfundinn en það verður haldið laugardaginn 11. október og má sjá dagskrá málþingsins hér:  

 

En hér gefur að líta dagskrá og tímasetningar og aðrar handhægar upplýsingar fyrir helgina.

Föstudagurinn 10. október
Kl 13.00 Námskeið í markaðssetningu í ferðaþjónustu á samfélagsmiðlum. Skráning í netfangið travel@westfjords.is

Kl 17.00 Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða haldinn á Hótel Ísafirði.

Laugardagur 11.október
Kl 11.00 Málþing. Gæði og innviðir ferðaþjónustunnar. Haldið í Edinborgarhúsinu. Skráning í netfangið vestfirdir@gmail.com

Kl 15.00 Óvissuferð. Heimsóknir í fyrirtæki á svæðinu. Skráning í ferðina fer fram á aðalfundinum deginum áður og einnig má senda póst í netfangið vestfirdir@gmail.com

Kl 20.00 Uppskeruhátíð með glensi og gaman í Edinborgarhúsinu.

Matseðillinn hljómar svo:
Humarsúpa með humri og rjómatopp
Lambaprime með soðbakaðri kartöflu, pickluðum perlulauk,spergilkáli, rauðrófuteningum og kryddjurta soðsósu
Súkkulaðimús með karmellurjómatopp og jarðaberi

Þriggja rétta máltíð kostar 6.900 og skrá þarf sig í matinn á info@hotelnupur.is

Hótel Horn bíður ferðaþjónum sérstakt tilboð á gistingu. Gisting og morgunmatur er á 6000 kr á mann nóttin. Gisting er bókuð í síma 456-4111 eða í netfangið lobby@hotelhorn.is


Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Stjórn FMSV