Ertu með Bæklinga sem ættu að fara á sýninguna um helgina??

Eins og allir ættu að vita, þá er sýningin "Ferðalög og Frístundir" í laugardalshöll um helgina. Markaðsstofa Vestfjarða verður á staðnum til að kynna Vestfirði ásamt vösku liði karla og kvenna frá Vestfjörðum.

Ennþá vantar fólk til að vinna á básnum og hvet ég alla til að hafa samband!! aldrei of margir!!

En sýningin er líka tækifæri fyrir alla ferðaþjóna til að koma sér á framfæri. Markaðsstofa fer með alla bæklinga sem eru fyrir hendi á landshlutamiðstöðunni á Ísafirði. Ef þið erum með nýa bæklinga, eða haldið að bæklingar frá ykkur séu ekki að landshlutamiðstöðunni á Ísafirði, þá getið þið komið bæklingum til Heimis á Ísafirði, sem tekur saman bæklinga fyrir Markaðsstofuna. Eða komið þeim á sýninguna í Laugardalshöll fyrir kl 16. á föstudag!

kv, jonpall