Ferðakort Markaðsstofu 2009

Eins og áður hefur komið fram á þessum vef er í undirbúningi endurnýjun á ferðakorti markaðsstofu Vestfjarða fyrir 2009.

Kortið vakti mikla lukka á síðasta sumri og var mikið notað af ferðamönnum bæði meðal þeirra sem þegar voru að ferðast um Vestfirði og af þeim sem voru að leita sér að upplýsingum um Vestfirði áður en lagt var af stað í ferðalagið.

Réttar upplýsingar eru því lykilatriði til að kortið nýtist viðskiptavinum okkar í ferðaþjónustunni. Þessa daganna er upplýsingamiðstöðin á Vestfjörðum að fylgja eftir skráningum í gagnagrunn ferðamálastofu, sem er grunnurinn að þeim gögnum sem notaður er í kortið. Ég vill hvetja alla ferðaþjónustuaðila til að skoða sína skráningu og hafa samband við Heimi, forstöðumann landshlutamiðstöðvarinnar á Ísafirði, í 450 8060 eða info@vestfirdir.is

Til gamans fylgir hér með bréf sem upplýsingamiðstöðinn fékk eftir að þýsk ferðaskrifstofa fékk kortið í hendurnar.

Dear Heimir!

 

I've got your maps about the vestfjords/vestisland they are absolutely awesome!

 

Well could you send us some maps like these for the nordwest/island specially about reykavic and the area around? - we will visit kevlavik/reykjavik, laugarvatn/pingvallavatn, hvalfjördur/borgafjördur, myar area and stykkisholmur should be on the map.

 

If this maps are like the vestfjord maps it would be so awesome!

 

We need about 20 pieces.

 

Thank you so much! J

 

Wish you a nice week!

Yours faithfully,

 

Julia Pfister

 

birdingtours GmbH