Ferðakort Markaðsstofu Vestfjarða endurnýjað

Sl. vor gaf Markaðsstofa Vestfjarða út nýtt kort af Vestfjörðum með gagnagrunni á bakhliðinni. Samkvæmt óformlegri könnun meðal upplýsingamiðstöðvar um allt land var kortinu afar vel tekið og var með því efni sem mest var tekið af frá Vestfjörðum.

Eins og áður sagði var þetta í fyrsta sinn sem þetta kort var gefið út. Eins og vill verða með slíkar útgáfur slæddust einhverjar villur inní kortið og betur má ef duga skal. ÉG vill því beina því til ferðaþjónustuaðila að lesa yfir kostið fyrir mig og senda mér tillögur um úrbætur á jonpall@westfjords.is. Nokkrir aðilar hafa þegar sent mér tillögur og ábendingar og kann ég þeim hinar bestu þakkir, en þær gera Markaðsstofu betur kleyft að gera kortið betra.

Ennfremur hefur sú umræða legið í loftinu að gefa fyrirtækjum tækifæri á að kaupa auglýsingar inní kortið, en ljóst að slíkar auglýsingar eru mikils virði, þar sem kortið virðist vera mikið notað af ferðamönnum sem koma inná Vestfirði. gaman væri að fá viðbrögð við þessari hugmynd.

bestu kveðjur,

Jón Páll