Ferðasýning í Perlunni 1.-2.maí

Mynd frá sýningunni Perlan Vestfirðir frá 2006
Mynd frá sýningunni Perlan Vestfirðir frá 2006
Helgina 1.-2.maí nk. er fyrirhuguð ferðasýning í Perlunni. Sýningin er samstarfsverkefni allra markaðsstofa landshlutanna, höfuðborgarstofu og ferðaþjónustu bænda.

Markaðsstofa Vestfjarða verður með bás á sýningunni og býðst öllum ferðaþjónum á Vestfjörðum að taka þátt í sýningunni endurgjaldslaust.


Mikið verður lagt í kynningu á þessari sýningu og er gert ráð fyrir miklum fjölda gesta á sýninguna.

 

Dagskrá sýningarinnar er sem hér segir:
Föstudagur 30. Apríl

16:00 Opnunarhóf sýningarinnar

 

Laugardagur 1.maí
10:00 til 17:00 Opnunartími sýningar

 

Sunnudagur 2.maí
10:00 til 17:00 Opnunartími sýningar

 

Hægt er að sjá yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu og staðsetningu á bás Vestfjarða með því að smella hér.

 

Áhugasamir ferðaþjónar geta haft samband við Jón Pál í 4504040/8994311 og jonpall@westfjords.is og skráð sig til þátttöku í sýninguna. Þátttaka er ferðaþjónum að kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir að allir ferðaþjónar á sýningunni taki þátt í að kynna ALLA Vestfirði.

 

mbk, Jón Páll