Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkir að stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða

Frá einum stefnumótunarfundi FMSV
Frá einum stefnumótunarfundi FMSV
Fjórðungsþing Vestfjarða sem haldið var á Hólmavík dagana 3. - 4. september s.l. fjallaði þar um tillögur um að stefna að umhverfisvottun Vestfjarða. Eftirfarandi ávörðun var tekin.

 

Fjórðungsþing Vestfirðinga samþykkir að stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild samkvæmt staðli Earth Check undir forystu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þingið felur stjórn og framkvæmdastjóra að kynna hugmyndina og kanna vilja sveitarstjórna og sækja um aðild að Earth Check fyrir Vestfirði í heild ef viðbrögð verða jákvæð.

 

Ferðamálasamtök Vestfjarða fagna þessari tímamótaákvörðun og vonast til þess að fagleg vinna við umhverfisvottun alls svæðisins hefjist sem allra fyrst. Í stefnumótunarvinnu samtakanna s.l. vetur kom fram mikill áhugi meðal ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum að huga verulega að öllum umherfisþáttum í ákvörðunum greinarinnar og allrar stjórnsýslu sem mun geta haft verulega jákvæð áhrif fyrir allar útflutningsgreinar í landinu.