Framhaldsaðalfundur FMSV verður í Súðavík 28. apríl kl. 13:00

Framhaldsaðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl kl. 13:00 í Melrakkasetrinu í Súðaví.
Til þessa hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða ekki átt neinar eignir og þótti aðalfundinum á Bíldudal þann 2. apríl s.l. nauðsynlegt að setja ákvæði í lög félagsins þess efnis að enginn félagi geti gert kröfu á hlutafé eða aðrar eignir félagsins. Því ákvað aðalfundurinn á Bíldudal að fresta aðalfundi og boða til löglegs framhaldsaðalfundar um leið og lagabreytingartillgana væri tilbúin.
 
Fundarefni.
 
1. Lagabreytingar
            Stjórn Ferðamálasamtaka Vestfjarða leggur fram eftirfarandi lagabreytingartillögu:

Bætt verði við eftirfarandi grein í lög samtakanna og verði hún 9. gr.
  • a) Við úrsögn úr Ferðamálasamtökum Vestfjarða missir félagi allan rétt til samtakanna. Félagar í Ferðamálasamtökum Vestfjarða eiga ekki tilkall til eigna eða muna samtakanna. Sama gildir um eignarhluta samtakanna í öðrum félögum s.s. einkahlutafélögum.
  • b) 9. grein núverandi laga verði að 10. grein.
2. Kosning í stjórn Vesturferða

3. Önnur mál

Núverandi lagasafn sem samþykkt var á aðalfundi í Bolungarvík árið 2006 er að finna á slóðinni http://www.vestfirskferdamal.is/fsamtokin/