Fyrstu námskeið vormisseris hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru að hefjast

Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða

Fyrstu námskeið vormisseris hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru að hefjast. Þar er meðal annars að finna námskeið sem gætu átt erindi við fólk í ferðaþjónustu. Hér eru dæmi um nokkur námskeið:

 

Fimmtudaginn 22. janúar hefst Enska II, námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku en vilja auka orðaforða sinn og styrkja sig í talmáli.

 

Mánudaginn 26. janúar hefst Enska I, námskeið fyrir þá sem hafa lítinn grunn í ensku en vilja auka skilning sinn á málinu og hæfni til að eiga samskipti við aðra á ensku.

 

Miðvikudaginn 28. janúar hefst Bókhald, námskeið ætlað þeim sem sjá um bókhald í minni fyrirtækjum eða ætla sér að gera það. Einnig hentugt fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur sem vilja vera sjálfbjarga með bókhaldið.

 

Fimmtudaginn 29. janúar hefst Gull í mund - Excel. Þar er um að ræða stutt morgunnámskeið fyrir þá sem hafa notað eldri útgáfur af Excel en eru búnir að skipta yfir í Office 2007.

 

Mánudaginn 2. febrúar hefst Tölvur II, námskeið fyrir þá sem eru farnir að nota Office 2007 eða eru að fara að skipta yfir. Gert ráð fyrir að þátttakendur hafi einhverja reynslu af tölvunotkun.

 

Fimmtudaginn 5. febrúar hefst Þýska - framhald, námskeið fyrir þá sem hafa góðan grunn í þýsku en vilja ná meiri færni í málinu.

 

Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is eða í síma 456 5025.


Vert er að benda  áhugasömum á að stéttarfélög styrkja í allmörgum tilfellum félagsmenn sína til að sækja námskeið og er öllum bent á að kynna sér þann möghuleika hjá stéttarfélögum sínum.