Göngukort Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Eins og flestum ferðaþjónustuaðilum og öðrum a sem selja vörur tengdri ferðamennsku á Vestfjörðum þá hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða á lager hjá sér göngukort sem ná yfir alla Vestfirði og Dali. Kortin eru sjö talsins og er hægt að panta til endursölu í gegnum netfangið vestfirdir@gmail.com og í gegnum sölusíðu samtakanna sem hægt er að komast inná í gegnum forsíðu samtakanna, www.vestfirskferdamal.is.

Hvert kort kostar 600 krónur frá FMSV og algengt útsöluverð er kr. 1200 - 1500 krónur.

Útbúinn verður greiðsluseðill í banka sem verður með tveggja mánaða greiðslufresti og sendur með göngukortunum til endursöluaðila jafnóðum og pantanir berast.

Með kveðju,
Sigurður Atlason, formaður
www.vestfirskferdamal.is