Göngukort Ferðamálasamtakanna vinsæl

Göngukort Ferðamálasamtakanna eru sjö talsins og ná yfir alla Vestfirði
Göngukort Ferðamálasamtakanna eru sjö talsins og ná yfir alla Vestfirði
Góð eftirspurn hefur verið eftir göngukortum Ferðamálasamtakanna það sem af er sumri. Söluaðilum, ferðaþjónustuaðilum og verslunareigendum er bent á að hægt er að nálgast kortin á sérstakri sölusíðu kortanna á vefnum. Einfaldast er að smella hér eða á myndina sem er að finna hér í dálkinum vinstra megin á síðunni. Þá opnast sölusíða Ferðamálasamtaka Vestfjarða.