Heydalur hlýtur viðurkenningu frá "Better Business" og Ferðaþjónustu Bænda

Heydalur er í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp þar sem þessi mynd er tekin í fjöruborðinu.
Heydalur er í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp þar sem þessi mynd er tekin í fjöruborðinu.
1 af 2
Heydalur hlaut nýlega ásamt fjórum öðrum gististöðum Ferðaþjónustu bænda viðurkenningu fyrir frábæra þjónustu sumarið 2008. Viðurkenningin er í tengslum við gæðaverkefnið ,,Gerum góða gistingu betri "á vegum Ferðaþjónustu bænda og Better Business. Verkefnið fólst í því að þrisvar yfir sumarið  kom ,, leynigestur"sem gisti og borðaði og  tók staðinn út  samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum. Niðurstöðurnar voru kynntar hverju fyrirtæki fyrir sig á netinu mánaðarlega svo tækifæri gæfist til að bæta þjónustu.

Þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir Stellu Guðmundsdóttir og starfsfólk hennar í Heydal og óskar Markaðsstofa Vestfjarða henni til hamingju með þennan árangur.