Ítrekun: Skráning í mat rennur út í kvöld

Þar sem það er erfitt að kyngja því að það verði jafn bágborin þátttaka á aðalfund Ferðamálasamtakanna og það lítur út fyrir miðað við skráningu í mat, þá ítrekum við að frestur til að tilkynna skráningu í mat fyrir aðalfundarhelgi Ferðamálasamtakanna rennur út í kvöld. Þetta þarf að gera tímanlega vegna þess að það er ekki hlaupið að því að gera mikil innkaup fyrir skipuleggjendur eldhússins.

Í mötuneytinu verður boðið upp á:
Kvöldverð á föstudagskvöld – kr. 2.500
Morgunverð laugardag og sunnudag  – kr. 1.200 pr. stk.
Hátíðarkvöldverð á laugardagskvöld – kr. 5.500

Skráning á netfangið vestfirdir@gmail.com eða í síma 897 6525.