Könnun um nýtingu hafs og strandar

Undanfarið hefur verið í gangi könnun á meðal ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum um viðhorf þeirra til nýtingu hafs og strandar.  Er ætlað að niðurstöður þessarar könnunar verði innlegg í þá umræðu sem fer fram hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Háskólasetri Vestfjarða og Teiknistofunni Eik þessa dagana við að kortleggja nýtingu sjávar og strandar á Vestfjörðum. Sendir voru út 84 listar á ferðaþjónustuaðila á Vestfjörðum og bárust einungis 16 listar til baka.  Til þess að svörin verði sem markverðust teljum við okkur þurfa minnst 30 svör.

 

Nú langar okkur að biðja þig, kæri ferðaþjónustuaðili, ef þú hefur ekki fengið spurningalista eða fengið og ekki sent hann, þá langar okkur til að biðja þig um að fylla hann út og senda hann til okkar hjá Rannsókna- og fræðasetri H.í. á Vestfjörðum í Bolungarvík. Hér meðfylgjandi er spurningalisti sem bæði er hægt að fylla út í tölvu og senda til baka í netpósti eða prenta út og senda í venjulegum pósti.