Krásir matur úr héraði

Pönnsur
Pönnsur

Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu Krásir - matur úr héraði sem er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð.


Þátttakendur fá fræðslu og faglegan og fjárhagslegan stuðning við að þróa hugmynd að matvöru í markaðshæfa vöru.

Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á mat-vörum.

Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á www.impra.is og www.icetourist.is.


Umsóknarfrestur er til og með 12. janúar 2009.