Markaðssetning - Ertu að gera rétt?

Fræðslumiðstöðin og Atvest standa fyrir hagnýtu námskeiði fyrir aðila i
ferðaþjónustu og aðra sem vilja finna góðar leiðir til að koma fyrirtæki
sínu á framfæri. Námskeiðið verður þriðjudaginn 26.maí og er kennt í gegnum
fjarfundarbúnað frá Ísafirði á Hólmavík, Patreksfjörð og Reykhóla og stendur
námskeiðið frá kl 17.00-21.00
 

Áhersla er lögð á heimasíður, bæklinga og facebook. Farið verður í
grunnatriði í markaðssetningu og hvernig best er að nýta þessa miðla. Tekin
verða dæmi um hvað er vel gert og hvað er síður að virka og þátttakendur
aðstoðaðir við að greina sínar áherslur í markaðsmálum. Námskeiðið hentar
jafnt þeim sem eru að byrjendur eða lengra komnir í markaðssteningu
fyrirtækis.

Skráning er á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar, www.frmst.is

 

Kennari: Jón Páll Hreinsson markaðssérfræðingur
Verð kr: 5.000 -

Staður: Ísafjörður, Hólmavík, Patreksfjörður, Reykhólar