Markaðssetning í ferðaþjónustu -Tripadvisor

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir mörgum áhugaverðum námskeiðum. 
M.a. hefst námskeið 21. október um markaðssetningur í ferðaþjónustu.

Hér er linkur inn á heimasíðu FRMST

Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir í ferðaþjónustu, virkni Tripadvisor og Facebook. Námskeiði stendur yfir í 5 vikur og byggist fjarnámi með vinnustofu í lokin. Þátttakendur fá vikulega send kennslumyndbönd og verkefnablöð. Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við spurningum á borð við hverjar eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir fyrirtæki sitt, á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar og hvernig á að finna tíma til að sinna markaðsmálum. Markmiðið er að þátttakendur geti strax byrjað að auka sýnileika sinn á netinu, með áherslu á þær umsagnir sem viðskiptavinir veita þeim m.a. á tripadvisor.com

Kennari: Helgi Þór Jónsson, kerfisfræðingur og markþjálfi.
Tími: Hefst 21. október.
Lengd: 4 vikur fjarnám, 6 kennslustundir í vinnustofu.
Staður: Fjarkennt með vinnustofu á Ísafirði í lokin 21. nóvember. 
Verð: 39.000 kr. (greiðist áður en námskeið hefst). Innifalið eru 24 kennslumyndbönd, 4 heimaverkefni, hnitmiðuð handbók sem fólk sníður að sínu fyrirtæki og stuðningshópur á Facebook.

Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur, hámark í vinnustofu eru 12 þátttakendur.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu