Markaðsstofa á Vestnorden í Kaupmannahöfn 16-17.sept

Ágætu ferðaþjónar,

Nú nálgast Vestnorden hratt og undirbúningur markaðsstofu er í fullum gangi. Á sýningunni, sem er haldin í Kaupmannahöfn þetta árið, mun Markaðsstofa hitta ferðaskrifstofur og aðra áhrifaaðila í íslenskri ferðaþjónustu.

Mér langar því að biðja vestfirska ferðaþjóna að senda mér upplýsingar um hvað er nýtt og spennandi að gerast hjá hverjum og einum svo ég hafi ferskar og flottar fréttir frá Vestfjörðum á sýningunni.

Allar fréttir eru vel þegnar. Ég mun eins og áður hafa með mér bæklinga frá ferðaþjónum í mjög takmörkuðu magni. Ef þið liggið á bæklingum sem ekki eru á upplýsingamiðstöðinni, vill ég gjarnana fá þá til mín líka. En tölvupóstur (með myndum, ef til eru) dugar fyrir fréttir af nýjungum.

kv, jonpall
jonpall@westfjords.is
4504040/8994311