Menningarlandið 2009 - Ráðstefna 11.-12. maí í Stykkishólmi

Menntamálaráðuneyti og samgönguráðuneyti, síðar iðnaðarráðuneyti, hafa frá árinu 2001 gert menningarsamninga við sjö samtök sveitarfélaga á Íslandi. Landið allt, utan höfuðborgarsvæðisins, er þannig tengt saman með menningasamningum og starfi sjö menningarráða. Samningarnir fela í sér markvissan stuðning ríkisins við menningarstarf og menningartengda ferðaþjónustu gegn mótframlagi sveitarfélaga og einkaaðila í héraði.
 

Ráðstefna 11.-12. maí
Nú er tímabært að meta reynsluna af menningarsamningunum og huga að nýrri sókn í nýsköpun og nýtingu menningararfs okkar. Af því tilefni boða menntamálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við menningarráð landsbyggðarinnar, til ráðstefnu á Hótel Stykkishólmi dagana 11. og 12. maí næstkomandi. Allir sem á einn eða annan hátt tengjast menningarstarfi eða ferðamálaum eru hvattur til að mæta á ráðstefnuna enda verða þær umræður sem þar fara fram grundvöllur að frekara samstarfi ríksi og sveitarfélaga um menningu og menningartengda ferðaþjónustu.

frekari upplýsingar og dagskrá er hægt að finna hér