Midatlantic verður haldið 5. - 8.febrúar í Laugardalshöll

Þann 5.-8. febrúar nk. heldur Icelandair sitt árlega "workshop" fyrir innlenda og erlenda viðskiptamenn. Eins og undanfarin ár, er Markaðsstofu Vestfjarða boðin þátttaka, en erfitt hefur verið fyrir ný fyrirtæki að komast á sýninguna og langið biðlistar myndast um hvert pláss.

Markaðsstofa verður með lítin bás og tekur á móti erlendum ferðaskrifstofum sem koma á sýninguna til að kynna sér ný tækifæri og skoða hvað er að gerast´i ferðaþjónustunni á Íslandi.

Ég mun fara af stað eftir áramót að skipuleggja þátttökuna, en að sjálfsögðu er öllum velkomið að hafa samband og koma með tillögur. Þó er ekki gert ráð fyrir að einstök ferðaþjónustufyrirtæki verði á básnum, en nýjungar fyrir næsta sumar eru náttúrulega vel þegnar!

nánari upplýsingar um sýninguna er á heimasíðu hennar: http://midatlantic.icelandair.com/

mbk,
Jón Páll