Minnum á göngukort Ferðamálasamtaka Vestfjarða

Vestfirðir eru gönguparadís. Það vitum við öll. Göngukort Ferðamálasamtaka sem taka yfir alla Vestfirði eru nákvæmlega það sem flestir leita að. Eru þau til sölu hjá þér?

Kortin eru sjö talsins og ná yfir alla huta Vestfjarða og Dala.
Kort nr. 1. Hornstrandir
Kort nr. 2. Norðursvæðið - Ísafjarðardjúp suður í Dýrafjörð.
Kort nr. 3. Strandir norðan Hólmavíkur
Kort nr. 4. Suðurfirðirnir, frá Arnarfirði að Látrabjargi og Vatnsfirði
Kort nr. 5. Vatnsfjörður að Þorskafirði
Kort nr. 6. Reykhólasveit og Strandir sunnan Hólmavíkur
Kort nr. 7. Dalasýsla og Hrútafjörður.

Það gerist ekki betra.
Kortin kosta aðeins 600 krónur, algengt útsöluverð er 1000 til 1500 krónur. Sendið pantanir á vestfirdir@gmail.com.
Hvetjum ferðamenn til útiveru á Vestfjörðum!

Með sumarkveðju,

Sigurður Atlason
formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða