Myndir frá stefnumótunarfundum á Vestfjörðum

Nú hafa verið birtar nokkrar myndir frá stefnumótunarfundunum sem haldnir voru á þremur stöðum á Vestfjörðum um miðjan nóvember. Þær er hægt að nálgast með því að smella hér eða til hliðar undir tenglinum Stefnumótun 2010-2015 og síðan þar fyrir neðan undir Myndir frá fundum. Þessa dagana er verið að vinna úr þeim umræðum sem fóru fram á fundunum og verður birt innan tíðar hér á vef Ferðamálasamtakanna. Hópstjórarnir fjórir munu hittast innan tíðar og rifja upp umræðurnar og vinna að næstu skrefum við vinnuna.

Ef einhverjir skyldu luma á myndum frá fundunum þá þætti okkur vænt um að fá að nýta þær hér á heimasíðunni. Þá skulu þær sendar Sigurði Atlasyni á netfangið vestfirdir@gmail.com.