Námskeið 1. og 8. nóvember // Við erum hér fyrir þig

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum að taka þátt í stuttu og hnitmiðuðu námskeiði Í þjónustu og er námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Kennt verður næstu tvo föstudaga, eða þann 1. og 8. nóvember frá kl 9-12.

Námskeiðið er kennt þar sem Fræðslumiðstöð hefur fjarfundabúnað en það er á Ísafirði, Hólmavík, Patreksfirði og Bíldudal. Einnig er búnaður á Tálknafirði og Reykhólum sem mögulega fæst aðgangur að.

Við erum hér fyrir þig er 10 kennslustunda þjónustunám og er ætluð starfsfólki í þjónustustörfum af ýmsum toga. 

Markmið námskeiðins Við erum hér fyrir þig eru: 

-Að svara kalli atvinnulífsins um stutt, hnitmiðað þjónustunámskeið fyrir starfsfólk sem á í samskiptum við innri og ytri viðskiptavini. 

-Að efla almenna, faglega og persónulega færni þátttakenda til að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni innan þjónustufyrirtækja. 

-Að auka færni þátttakenda í þjónustustörfum svo sem þjónustuvitund, vöruþekkingu og verkkunnáttu. 

-Að gera þátttakendur betur í stakk búna til að takast á við aðstæður sem geta komið upp, svo sem erfiða viðskiptavini. 

-Að kynna þátttakendum helstu staðreyndir og upplýsingaveitur um sitt nærumhverfi. 

 Kennari er Ingibjörg Ingadóttir

 

Námsskráin skiptist í eftirtalda þætti:

Námsþættir

Kest

Þjónusta

5

Erfiðir einstaklingar

2

Hreinlæti og klæðaburður

1

Nærumhverfi

1

Vinnustaðurinn

1

Alls

10

 

Nánari upplýsingar og skráning er hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025.