Námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða

Fyrirhuguð eru nokkur námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða sem geta örugglega nýst ákveðnum aðilum ferðaþjónustunnar vel. Þau eru eftirfarandi:


Enska II, námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í ensku en ekki notað málið mikið. Hefst í dag, 24. janúar kl. 16:30.

Þýska II, námskeið fyrir þá sem hafa einhvern grunn í þýsku en ekki notað málið mikið. Hefst 1. febrúar kl. 18:00.

Norska fyrir byrjendur. Hefst 7. febrúar.

Tölvur ekkert mál – námskeið fyrir fólk sem hefur ekki mikla tölvukunnáttu. Hefst 26. janúar kl. 18:00.

Bókhald og skjalavarsla – upplagt námskeið fyrir fólk sem kemur að fyrirtækjarekstri. Hefst 31. janúar kl. 18:00.

Um miðjan febrúar er fyrirhugað að byrja með enskunámskeið fyrir lengra komna þar sem áhersla er á talmál.

Nánari upplýsingar um þessi og önnur námskeið sem og skráning er á vef Fræðslumiðstöðvarinnar www.frmst.is og í síma 456 5025.