Námskeið fyrir ferðaþjóna í gerð styrkumsókna

Í kjölfar fréttarinnar um styrkjatímabilið sem er framundan hefur Markaðsstofa Vestfjarða í samvinnu við AtVest ákveðið að halda 2klst námskeið í gerð styrkumsókna nk. þriðjudag kl. 16-18.

Námskeið þetta er byggt á grunni námskeiðsins sem haldið var á vegum fræðslumiðstöðvar fyrir jól. Farið verður yfir helstu grunnatriði sem hafa ber í huga við gerð styrkumsókna og gert grein fyrir þeim lykilþáttum sem einkennir góða styrkumsókn.

Námskeiðið mun fara fram í húsnæði Markaðsstofu Vestfjarða (upplýsingamiðstöðinni) í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, þann 3.feb, milli 16-18. Heitt kaffi er á könnunni.

Allir ferðaþjónustuaðilar eru velkomnir, en frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá undirrituðum í 4504040 eða jonpall@westfjords.is og hjá Ásgerði í Atvest (450 3000, asgerdur@atvest.is)

Samskonar námskeið verða í boði hjá starfsmönnum Atvest á Hólmavík og Patreksfirði og er áhugasömum bent á að hafa samband við starfsmenn Atvest á viðkomandi stöðum.

Hólmavík:
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri með aðsetur á Hólmavík
Netfang: viktoria[hjá]atvest.is 
Sími: 451 0077

Patreksfjörður:

Guðrún Eggertsdóttir, verkefnastjóri með aðsetur á Patreksfirði

Netfang: gudrun[hjá]atvest.is

Sími: 490 2350


mbk, jonpall