Námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem gætu hentað ferðaþjónustunni

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur fjölda námskeiða í boði í vetur sem hentað geta ferðaþjónustuaðilum á Vestfjörðum. Hér fyrir neðan er listi yfir þessi námskeið, en nánari upplýsingar er að finna á www.frmst.is og í síma 456 5025.


Haust 2009

Almenn skyndihjálp. Kennt 1. og 2. október 2009 kl. 18:00-22:00 (12 kennslustundir, 2 skipti). Aðgangur ókeypis.

Enska - talmál. Hefst 7. október (eða þegar næg þátttaka fæst). Kennt á miðvikudögum kl. 18:00-20:00 (24 kennslustundir, 8 skipti) . Verð 26.500 kr.

Spænska. Hefst 15. október (eða þegar næg þátttaka fæst). Kennt á fimmtudögum kl. 18:00-20:00 (24 kennslustundir, 8 skipti). Verð 26.500 kr.

Bókhaldsnámskeið fyrir byrjendur. Hefst í október, nánari dagsetning auglýst síðar (15 kennslustundir, 5 skipti). Verð 16.900.

Tölvan sem vinnutæki. Hefst í október, nánari dagsetning auglýst síðar (15 kennslustundir, 5 skipti). Verð 16.900.

Ítalska. Hefst í nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar (24 kennslustundir, 12 skipti. Verð 26.500 kr.

Þýska. Hefst í nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar (24 kennslustundir, 8 skipti). Verð 26.500 kr.

Virðisaukaskattur, færslur og skil. Hefst í nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar (9 kennslustundir, 9 skipti). Verð 10.800.

Þjóðfræði og Strandir. Fjarkennt frá Hólmavík. Kennt haustið 2009, nánari dagsetning og verð auglýst síðar (6 kennslustundir, 2 skipti).


Vor 2010 (dagsetningar auglýstar síðar)

Jarðsaga Vestfjarða í máli og myndum (3 kennslustundir, 1 skipti). Verð 4.100 kr.

Melrakkinn sem auðlins (3 kennslustundir, 1 skipti). Verð 4.100 kr.

Fuglar. Kennt í apríl eða maí (12 kennslustundir, 2 skipti). Verð 13.900 kr.

Viðburðastjórnun. Fjarkennt (9 kennslustundir, 1 skipti). Verð auglýst síðar.

Skyndihjálp fjarri byggð (8 kennslustundir, 2 skipti). Verð 9.500 kr.

Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum. Hefst vorönn 2010 og lýkur á vorönn 2011 (240 kennslustundir). Verð auglýst síðar.