Námssmiðja hjá Breiðafjarðarfléttu 7.-9.nóvember

Lundin við Látrabjarg er einn af
Lundin við Látrabjarg er einn af "seglum" Breiðafjarðar og landsins alls!

 

Þann 7. - 9.nóvember nk. fer fram námssmiðja Breiðafjarðarfléttunar í Stykkishólmi.

Námssmiðjan er þróuð á vegum Háskólans á Hólum og hefur yfirskriftina "Að þróa sjálfbæra og náttúrutengda ferðavöru á Norðurslóðum"
 

Leiðbeinandi er Kjartan Bollason frá  Háskólanum á Hólum. Kjartan hefur reynslu af því að vinna sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn og af kennslu á námskeiðum á vegum Hólaskóla, bæði fyrir nemendur og fyrirtæki.

 

Markmið námskeiðs er að kenna fyrirtækjum hvernig þau geta þróað nýja ferðavöru eða betrumbætt núverandi ferðavöru í náttúrutengdri ferðaþjónustu í sátt við umhverfið og samfélag og með hagnað í huga. Nálgun námskeiðs byggist á að nýta reynslu fyrirtækjanna sjálfra og hvaða lærdóm þau geta dregið af henni.

 

Námskeiðið byggir á  handbók, en ekki er farið í alla kafla hennar. .Fyrirtækin fá handbók sem þau geta svo notað sér til aðstoðar við rekstur síns fyrirtækis. 


Nánari upplýsingar og kennsluáætlun er að finna hér.
 
Námskeiðið er haldið á Hótel Stykkishólmi og eru allir ferðaþjónar á Vestfjörðum hvattir til að nota tækifærið að læra um áhugaverða nálgun í ferðaþjónustu og kynnast félagsmönnum Breiðafjarðarfléttunnar, sem eru ferðaþjónustuaðilar umhverfis Breiðafjörð. Þátttökugjald fyrir aðila utan Breiðafjarðarfléttunar er 10.000.- Hægt er að fá gistingu á Hótel Stykkishólmi á kr. 5.000.- og hátíðarkvöldverð á kr. 4.500.-

Skráning fer fram hjá verkefnisstjóra Breiðafjarðarfléttunar Ingibjörgu Þórhallsdóttur í ingalo@ru.is