North Hunt - Evrópuverkefni um þróun sjálfbærrar skotveiðitengdrar ferðaþjónustu

Rjúpa í Tunguskógi, mynd: bb.is
Rjúpa í Tunguskógi, mynd: bb.is
Nýverið var hleypt á stokkunum Norðurslóðaverkefninu "North Hunt" sem er evrópuverkefni sem miðar að því að þróa sjálfbæra skotveiðitengda ferðaþjónustu á norðurslóðum. Verkefnið opnaði á dögunum nýja heimasíðu um verkefni á slóðinni www.north-hunt.org/is/

North Hunt verkefnið er hluti af stærra samnorrænu verkefni og fékk það styrk frá Norðurslóðaáætlun ESB (European Commission´s Northern Periphery Programme). Markmið Norðurslóðaáætlunar ESB eru m.a. að hvetja til nýsköpunar og aukinnar samkeppnishæfni í dreifbýli um leið og lögð er áhersla á sjálfbærni náttúru og samfélags. Þátttökuþjóðir í North Hunt eru Finnland, Svíþjóð, Ísland, Skotland og Kanada.  Í öllum NPP verkefnum er krafist þess að mótframlag komi frá heimamönnum, sérstaklega frá atvinnulífinu en ekki akademískum stofnunum eða stjórnvöldum.  Á þann hátt tryggir sjóðurinn aðild frumkvöðla og starfandi einkafyrirtækja að verkefnunum enda markmiðið að þróa vöru eða hugmynd sem eflir atvinnulíf á svæðunum og skilur eftir sig starfsemi sem eykur hagvöxt þeirra.

Nánari upplýsingar um verkefni er hægt að fá hjá tengilið Rannsóknarmiðstöð Ferðamála á akureyri, Eyrún J. Bjarnadóttir, ejb(at)unak.is, s.462 8931