Ný heimasíða Markaðsstofunnar á www.westfjords.is á leiðinni

Uppkast af Forsíðu
Uppkast af Forsíðu
www.westfjords.is er nú í endurnýjun og verður ný heimasíða á sama netfangi opnuð 1.apríl... eða 2.apríl, ef platdagurinn verður mér um megn.

Um er að ræða algjöra endurnýjun, með nýju útliti, nýjum textum, nýjum myndum o.s.frv. Gríðarleg vinnu hefur verið lögð í útlitshönnun, skipulagningu og annan undirbúning. heimasíðan er byggð á sama grunnkerfi og allar aðrar markaðsstofur eru að fara að vinna eftir. Markaðsstofa Vesturlands var fyrsta markaðsstofan sem nýtti sér þetta nýja kerfi sem var fjármagnað af Ferðamálasamtökum Íslands. sjá má nýju heimasíðu Vesturlands á www.west.is

Fyrir áhugasama er hægt að skoða kynningu á grunnþáttum heimasíðunnar, stefna og skipulag.

mbk, jonpall