Ný rekstrar- og fjárhagslíkön frá IMPRU

Á vef Impru boðið upp á ný reiknilíkön til að gera rekstrar- og fjárhagsáætlanir.  

Reiknilíkönin eru þrenns konar:
  • Hugmyndalíkan sem ætlað er fyrir byrjendur í gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana og þá sem vilja á fljótlegan og þægilegan hátt setja upp áætlun.  
  • Grunnlíkan sem bíður upp á áætlun til þriggja ára og hefur verið í boði hjá Impru undanfarin ár.  
  • Til viðbótar er síðan komið Rekstrarlíkan sem er ætlað fyrir starfandi fyrirtæki eða flóknari rekstur til 5 ára.  Með því líkani er boðið upp á rafrænt námskeið um gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana.  Líkönin eru á www.impra.is  undir "reiknilíkön".  

Nánari upplýsingar er einnig hægt að fá hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði í s.450 4050

mbk, jonpall