Nýjar skýrslur um ferðamál frá Rannsóknarstofnun ferðamála og Ferðamálastofu

Forsíða
Forsíða "Svæðisbundin Markaðssetning" skýrslunnar
Í haust komu út tvær nýjar skýrslur um ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem eru afar áhugaverðar.

Svæðisbundin markaðssetning, aðferðir og leiðir var unnin af Rannsóknarmiðstöð Ferðamála á Akureyri fjallar um áhrif svæðisbundinar kynningar á Íslandi og tillögur í þeim efnum. Upphaflega hugmyndin og frumkvæðið af þessarri skýrslu kom frá Markaðsstofu Vestfjarða og sat undirritaður í vinnuhópi sem skilgreindi upphaflegu rannsóknaráætlunina.

Í inngangi skýrslunar segir m.a. "Í þessari skýrslu er markmiðið að skoða hvernig svæðisbundnu markaðsstarfi er háttað og hvernig stilla megi betur saman strengi allra þeirra ólíku þátta sem falla undir ferðaþjónustu á einu svæði. Þessa samþættingu þarf að reyna án þess að fórna eða einfalda um of þá vöru sem í boði er, sem er landið sjálft, menning þess og saga (Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2005: 30). Þær rannsóknarspurningar sem hér verður leitast við að svara eru:

* Hvernig er hlutverki, starfsemi og uppbyggingu markaðsstofa um landið háttað?
* Hverjir koma að mótun svæðisbundinnar markaðssetningar og með hvaða hætti?

 

skýrsluna í heildi sinni er að finna hér.

 

Tillögur nefndar iðnaðarráðherra um aðkomu ríkisins að skipulagi og fjármögnun í ferðaþjónustu var gefinn út í sumar og er hún afrakstur mikillar vinnu forustuaðila í íslenskri ferðaþjónustu.


Þar er að finna athyglisrverðar niðurstöður og get ég ekki staðist freistingu að láta þennan texta úr skýrslunni fylgja með.

 

"Svæðistengd aðkoma hins opinbera að uppbyggingu ferðaþjónustu

í landinu hefur ekki verið nægilega markviss og sér þessa m.a.

stað í tilviljanakenndri uppbyggingu og ótryggum rekstri markaðsstofa

og upplýsingamiðstöðva víða um land.


Nefndin leggur til að úr þessu verði bætt og rík áhersla verði lögð á

að byggja upp net landshlutastofa með skýrt skilgreindum samningum

til fjögurra ára í senn. Lagt er til að landinu verði skipt upp

í svæði á grunni sameiginlegra, svæðisbundinna hagsmuna og að

aðkoma hins opinbera sé m.a. skilyrt við afgerandi aðkomu sveitarfélaga,

ferðaþjónustufyrirtækja og allra annarra hagsmunaaðila

innan hvers svæðis."


Skýrsluna í heild er hægt að nálgast hér.