Opin kynningarfundur hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða um "Færni í Ferðaþjónustu"

Laugardaginn 7. mars kl 13:30 stendur Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir opnum kynningarfundi á námskránni Færni í ferðaþjónustu.

Um er að ræða 60 kennslustunda nám sem ætlað er bæði þeim sem nú þegar starfa innan ferðaþjónustunnar og þeim sem hafa áhuga á að starfa innan greinarinnar, til dæmis sumarstarfsfólki.
 

Námið má meta til allt að 5 eininga í framhaldsskólum.
 

Kynningin verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði og í gegnum fjarfundabúnað til Hólmavíkur og Patreksfjarðar, en fyrirhugað er að bjóða námið einnig á þessum stöðum með fjarkennslu.
 

Allir velkomnir.