Páskatilboð á Hótel Ísafirði

Hótel Ísafjörður
Hótel Ísafjörður

Páskarnir á Ísafirði eru engu öðru líkir og flykkjast gestir í bæinn til að taka þátt í hinni rótgrónu Skíðaviku og tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður. Gestir geta valið um útivist af ýmsum toga í bland við dansleiki og tónleika en þeir sem vilja afslöppun geta rölt um einstakan miðbæ Ísafjarðar, farið út að borða og skellt sér í sund í einhverjum af nágrannabæjunum.
 

Þá verður Bergþór Pálsson með söngskemmtun í léttari kantinum á veitingastaðnum Við Pollinn sem er á jarðhæð hótelsins.

Hótel Ísafjörður býður af þesu tilefni sérstakt tilboð á gistingu yfir páskana.

Fossavatnsgöngutilboð á Hótel Ísafirði
 

Elsta skíðagöngukeppni landsins, Fossavatnsgangan, verður vinsælli með hverju árinu og skíðagöngukappar sem áhugafólk af öllu landinu flykkjast á Ísafjörð til að taka þátt í keppninni. Nokkuð af færasta skíðagöngufólki heims gerir sér einnig lítið fyrir og klárar keppnistímabilið með því að ganga þessa 50 kílómetra frá Fossavatni að Seljalandsdal. Þeir sem ekki treysta sér með þeim allra hörðustu í lengstu gönguna geta valið að fara 20, 10 eða 7 kílómetra.
 

Fossavatnsgangan fer fram fyrstu helgina í maí og að sjálfsögðu verður tilboð á gistingu á Hótel Ísafirði