Pretour um sunnanverða Vestfirði á mánudag og þriðjudag - munið að senda upplýsingar um nýjungar sem fyrst

Markaðsstofa Vestfjarða í samvinnu við ferðaþjóna og flugfélagið Erni standa fyrir ,,pretour" eða kynningu á sunnarverðum Vestfjörðum, fyrir kaupendur í tengslum við ráðstefnuna Vestnorden sem haldin er á Akureyri að þessu sinni. Nánari upplýsingar um ferðina er hægt að nálgast hér: www.vestnorden.com. Guðrún Eggertsdóttir hjá Atvest á veg og vanda að undirbúningi og skipulagningu ferðarinnar sem er hin glæsilegasta.

Ferðaþjónar á svæðinu geta hitt kaupendurna á Skrímslasetrinu þriðjudaginn 14. september. Þar gefst tækifæri til að spjalla yfir kaffi og vöfflum.

Að þessu sinni völdu 5 aðilar Vestfirði og vonum við að þessi ferð skili góðum árangri.

Vestnorden byrjar svo 15. september nk. og vil ég minna ferðaþjóna á að senda upplýsingar um nýjungar á undirritaðan ekki seinna en á fimmtudaginn þann 9. nk., því öll næsta vika fer í ferðina og svo sýninguna sjálfa. Upplýsingarnar má senda beint á gustaf@westfjords.is eða info@westfjords.is. Einnig er hægt að ná mér í sima 450-4040 eða 662-4156. Bæklinga má senda á Markaðsstofa Vestfjarða, Aðalstræti 7, 400 Ísafirði.