Ráðstefna - Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða

Vinnuþing Vatnavina Vestfjarða verður haldið 16. og 17. nóvember n.k. á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði.

Á vinnuþinginu munu Vatnavinir kynna frumlegar hugmyndir og skissur af baðstöðum Vatnavina Vestfjarða sem og annað frumkvöðlastarf og ýmsar pælingar. Þarna mættir breiður hópur fulltrúa fyrirtækja í ferðaþjónustu og sérfræðingar tengdir heilbrigðum lífsstíl.

Ráðstefnan er opin öllum og við hvetjum hagsmunaaðila til að mæta, en eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok fimmtudagsins 12. nóv.

Mörg áhugaverð erindi verða flutt eins og sjá má. Ítarlegri útgáfu dagskrárinnar má sjá sem viðhengi hér.

Vatnavinir Vestfjarða, Sigrún Birgisdóttir og Viktoría Rán Ólafsdóttir
Hughrifagreining fyrir markaðsetningu: Sköpun sérstöðu, Sigrún Birgisdóttir og Sigurður Þorsteinsson
Opnun Vefsíðu www.vatnavinir.is, María Sjöfn Dupuis Davíðsdóttir
Baðstaðir Vatnavina Vestfjarða: Kynning á hugmyndavinnu, Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Sigrún Birgisdóttir
Óhefðbundnar lækningar við baðstaði Vatnavina, Náttúrulækningafélag Íslands
Jurtir og vatn, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir, Villimey
Þari, vatn og lækningamáttur, Sólrún Sverrisdóttir, Reykhólum
Ferðaþjónustan á Klængshóli í Skíðadal: Náttúra og heilsa, Anna Dóra Hermannsdóttir
Þemaferðir á Vestfjörðum: Arnlín Óladóttir og Magnús Rafnsson, Þemaferðir ehf
Gerð og markaðsetning ferða, Bertrand Jouanne, Ferðakompaníið
Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS, Hildur Björk Pálsdóttir
Námskeið og ferðir í tengslum við baðstaði Vestfjarða, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir
Ferðamálastofa og Vatnavinir Vestfjarða, Ólöf Ýrr Atladóttir, Ferðamálastjóri
Eiginleikar vatns á Vestfjörðum og nýjar leiðir við hreinsun vatns, Sandra Grettisdóttir, Háskólanum Akureyri
Útflutningsráð og Vatnavinir Vestfjarða, Hermann Ottósson, forstöðumaður
Markaðstofa Vestfjarða og Vatnavinir Vestfjarða, Jón Páll Hreinsson
Vatnavextir og tekjumyndun, Anna G. Sverrisdóttir
Ímyndarsköpun, Sigurður Þorsteinsson og Anna G. Sverrisdóttir

Ráðstefnugestir greiða ekkert þátttökugjald, en mikilvægt er að gestir bóki eftirfarandi samkvæmt þátttöku, annan eða báða dagana.

Dagur 1, án gistingu
Hádegismatur, kaffi og kvöldverður 4700 kr.

Dagur 2, án gistingu
Hádegismatur og miðdegiskaffi 2000 kr.

Gisting með morgunverði:
Einstaklingur (með baði) 7000 kr. á mann
Tveir í herb (með baði) 5000 kr á mann
Einstaklingur (án baðs) 6000 kr á mann
Tveir í herb (án baðs) 4000 kr á mann

Nánari upplýsingar má nálgast hjá Viktoríu Rán í síma 451 0077 / gsm 691 4131.