Sérsniðið námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila

Opni háskólinn í HR býður upp á hagnýtt og spennandi námskeið fyrir fyrirtæki og aðila úr ferðaþjónustunni.
Samningatækni í ferðþjónustu

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig nýta má samningatækni til að til að ná hagstæðri niðurstöðu í samningaviðræðum við viðskiptavini og þjónustuaðila og skapa traust fyrir langtíma viðskiptasambönd í ferðaþjónustu. Sérstaklega verður greint frá því hvernig hagnýta megi rannsóknir á menningarmun í uppbyggingu viðskiptasambanda við fólk frá mismunandi menningarsvæðum og jafnframt hvað beri að varast.  Fjallað verður um hvernig má auka hæfni í lausn á ágreiningi og hvernig snúa megi átökum í árangursríkt samstarf.  Þátttakendur takast á við hagnýtar æfingar í samningatækni sem kristalla þær grundvallaráskoranir sem samningamenn standa frammi fyrir svo þeir megi njóta aukins sjálfstrausts í samningaviðræðum og geti stjórnað gangi viðræðna og beint þeim til hagstæðrar niðurstöðu.

Nánari upplýsingar og skráning