Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum 2014-2015

 

 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun kenna svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum 2014-2015 í samstarfi við Leiðsöguskóla Menntaskólans í Kópavogi.

 

Námið er í fjarnám og staðnám í helgarlotum og verður kennt á þremur önnum. 
Áætlað er að kennsla hefjist í janúar 2014 og ljúki í apríl 2015. Gert er ráð fyrir 5-6 staðlotum um helgar á tímabilinu víðsvegar um Vestfirði auk prófalotu í lokin.

 

Fjarnámshlutinn verður í boði í fjarfundi á starfssvæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Fyrirlestrar verða á ákveðnum tíma samkvæmt stundaskrá en auk þess verða upptökur aðgengilegar á námsvef.

 

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að fylgja ferðamönnum um Vestfirði. Leiðsögunám miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám veitir nemendum sérmenntun á sviði leiðsagnar um Vestfirði.

 

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir skulu hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám, ásamt því að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli og íslensku.

 

Umsóknir fyrir svæðisleiðsögunám þurfa að berast Fræðslumiðstöð fyrir 20. nóvember 2013.

 

 

Vakin er sérstök athygli á því að þeir sem áður hafa lokið hluta af Svæðisleiðsögunámi geta setið staka áfanga og lokið náminu. Starfandi leiðsögumönnum sem hafa hug á endurmenntun býðst einnig að sitja staka áfanga.

 

Kennarar: Ýmsir

Umsjónarmaður: Sólveig Bessa Magnúsdóttir

Tími: janúar 2014 - apríl 2015.

Fjöldi eininga: 22.

Fjöldi kennslustunda: 264.

Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða – fjarnám og helgarlotur.

Verð: kr. 90.000.- kr á önn

 

Nánari upplýsingar í síma 456-5025 og http://www.frmst.is