Svæðisþekking og nýjar áherslur í ferðaþjónustu

Svæðisþekking og nýjar áherslur í ferðaþjónustu er námskeið ætlað starfsmönnum í ferðaþjónustu og öðrum sem áhuga hafa á svæðis- og samfélagsþekkingu.  Farið verður í samfélagsþætti, staðarþekkingu, upplýsingaleiðir og átthagafræði. Fjallað um náttúruna og söguna, vinsæla ferðamannastaði og fleira.
Markmið:
Að þátttakendur:
·          Hafi staðgóða  samfélags- og staðarþekkingu
·         Þekki helstu upplýsingarveitur um ferðaþjónustu og ferðamannastaði á Vestfjörðum
·         Geri sér grein fyrir hvað er sérstakt og eftirsóknarvert á Vestfjörðum í heild og einkennum hvers svæðis fyrir sig (norðursvæði-suðursvæði-Strandir-Reykhólasveit)
·         Þekki hvað felst í hugtakinu menningartengd ferðaþjónusta
·         Kynnist helstu nýjungum í ferðaþjónustu
 Kennslutími: Tvö skipti, 5 kennslustundir í senn (kl 18-22:10). Alls 12 kennslustundir. Kennt verður þriðjudaginn 19. maí kl 18-22 og miðvikudaginn 20. maí kl 18-22. Athugið þó að dagsetning seinni kennsludags gæti breyst og kemur það í ljós á föstudaginn, 15. maí.
Leiðbeinendur: Jón Jónsson, Jón Páll Hreinsson,  Úlfar Thoroddsen, Sólrún Geirsdóttir og Björn Samúelsson.
Kennslustaður: Kennt um fjarfundabúnað á Ísafirði, Patreksfirði, Reykhólum og Hólmavík. Kennarar og nemendur staðsettir á hverjum stað fyrir sig.
Námskeiðið er liður í því að efla fjarkennslu innan Vestfjarða og verður sérstaklega sett upp með það í huga. Nemendur fá aðgang að vefsvæði þar sem glærur og aðrar upplýsingar um námskeiðið verða lagðar inn.

Þriðjudagur 19. maí
Kl 18:00-19:20    Svæðisþekking Reykhólasveit – Björn Samúelsson (2 kst)
Kl 19:20-20:40 Svæðisþekking á norðurfjörðum – Sólrún Geirsdóttir (2 kst)
Kl 20:50 – 22:10 Svæðisþekking á suðurfjörðum – Úlfar Toroddsen (2 kst)
Miðvikudagur 20. maí
Kl 18-19:20 Nýjungar í ferðaþjónustu – Jón Páll Hreinsson (2 kst)
Kl 19:20-22:10 Svæðisþekking Strandir og Almennt um Vestfirði – Jón Jónsson (4 kst)
 
Kennt verður um fjarfundabúnað á Ísafirði, Patreksfirði , Reykhólum og Hólmavík.

Sjá nánar heimasíðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.