Tæpar 15 milljónir til ferðaþjónustu- og menningarverkefna á Vestfjörðum

Selir á skeri
Selir á skeri
Iðnaðarráðuneyti hefur úthlutað eitt hundrað milljónum króna til fjörutíu ferðaþjónustuverkefna um allt land. Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og er ætlað að renna frekari stoðum undir uppbyggingu atvinnugreinarinnar á landsbyggðinni. Fimm ferða- og menningarverkefni á Vestfjörðum fengu styrk úr sjóðnum samtals að upphæð 14.500.000.-  Alls bárust 210 umsóknir um styrkina sem lýsir þeirri grósku sem er að finna í ferðaþjónustu á Íslandi. Styrkir til menningar- og heilsuferðaþjónustu eru áberandi en einnig til náttúruskoðunar ýmiss konar.
Hér má sjá lista yfir styrkþega