Þátttaka ferðaþjóna frá Vestfjörðum í sýningunni "Ferðalög og Frístundir" 8.-10.maí

Bás Vestfjarða á Ferðatorgi 2006. takið eftir vörðunni uppá básnum... forstöðumaður MV fær enn verk í bakið þegar hann sér þessa mynd.
Bás Vestfjarða á Ferðatorgi 2006. takið eftir vörðunni uppá básnum... forstöðumaður MV fær enn verk í bakið þegar hann sér þessa mynd.
Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí 2009. Vestfirðir verða með bás á sýningunni og mun Markaðsstofa Vestfjarða skipuleggja þátttöku Vestfjarða á sýningunni.

Undanfarin ár, hefur þátttaka á sýningum sem þessarri byggst á beinni þátttöku ferðaþjónustuaðila. Þ.e. fulltrúar fyrirtækja hafa staðið vaktina á Vestfjarðabásnum á meðan sýningunni stendur. Markaðsstofa hefur komið með hugmyndir að útliti á básnum og séð um framkvæmdina.

þetta er einmitt það sem þessi frétt gengur út á. Kanna vilja og áhuga ferðaþjóna á að koma og standa vaktina... kynna þannig Vestfirði og sjálfan sig fyrir þeim gestum sem koma á sýninguna. Jafnframt langar mig að fá hugmyndir frá ykkur að skipulagi af básnum.

Þeir sem hafa áhuga og vilja taka þátt, hikið ekki við að hafa samband við mig í 450 4040 eða jonpall@westfjords.is


Almennar upplýsingar um sýninguna:
"Sýningin Ferðalög og frístundir verður haldin í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal dagana 8.-10. maí 2009. Þar mun sameinast á einum stað allt sem viðkemur ferðalögum, frístundum og afþreyingu, innanlands og utan. Sýningin verður opin almenningi jafnt sem fagaðilum. Fjölmörg sóknarfæri eru í ferðaþjónustunni og gefst hér einstakt tækifæri fyrir fagaðila jafnt sem almenning að kynna sér þá möguleika sem í boði eru.

Samhliða Ferðalögum og frístundum verður haldin sýningin Golf 2009, þar sem hægt verður að nálgast á einum stað allt það nýjasta sem snertir golfíþróttina. Kjarninn í sýningunni verður Ferðatorgið, þar sem ferðamálasamtök landsins kynna hver sinn landshluta."