Þjónustubæklingur 2013 - breytingar

Ágætu ferðaþjónar

Nú er að hefjast vinna við þjónustubæklinginn (Westfjords Official Tourist Guide 2013) sem Markaðsstofa Vestfjarða hefur gefið út undanfarin ár. Eins og venjulega verða allar upplýsingar um ferðaþjóna sóttar í gagnagrunn Ferðamálastofu og því er mjög mikilvægt að allir fari yfir sínar skráningar þar og kanni hvort þær séu réttar, bæði hvað varðar grunn upplýsingar og eins þá þjónustuflokka sem fyrirtækin eru skráð í. Hægt er að skoða upplýsingarnar með því að fletta í gegnum bæklinginn fyrir árið 2012 eða að nota leitarvélina á www.westfjords.is.  

 

Við fáum svo gögnin frá Ferðamálastofu til úrvinnslu mjög snemma á nýju ári og biðjum ykkur því að ganga frá leiðréttingum og breytingum í síðasta lagi föstudaginn 4. janúar næstkomandi. Öllum slíkum leiðréttingum og breytingum á að skila til skrifstofu Ferðamálastofu á Akureyri í síma 535-5510 eða í netfangið upplysingar@ferdamalastofa.is.

 

Einnig væri gott að fá fréttir af nýjum eða væntanlegum ferðaþjónum á ykkar svæðum, svo hægt sé að aðstoða þá við að koma skráningarmálunum á rekspöl. Upplýsingar um slíkt má senda á info@westfjords.is.

 

Bestu kveðjur

 

Heimir Hansson

Upplýsingamiðstöð Vestfjarða.